Handleiðsla, hópar og teymi

Starfsleikni tekur að sér HANDLEIÐSLU HÓPA OG TEYMA en árifarík teymisvinna er alfarið háð flæðinu í samskiptunum og samstarfinu innan hópsins. Einnig getur handleiðsla fyrir hópa farið fram sem þjálfun vegna samskipta við krefjandi viðskiptavini, leið til að efla samskipti eða samstarf í vinnuhópum, tengst hlutverkaskiptum, álagi, samvinnu ofl. 

Tekið er á móti allt að 8 manna hópum í vinnuaðstöðu Starfsleikni en ef er um stærri hópa að ræða fara fundir fram á viðkomandi vinnustað eða eftir því sem hentar hverju sinni.  Viðfangsefni, skipulag, fjöldi skipta og eftirfylgni er eins og að ofan greinir samkomulag miðað við óskir, aðstæður og möguleika hvers hóps.