Um

Starfsleikni er fræðslufyrirtæki á sviði vinnusálfræði, lífsstíls og starfsleikni.

Starfsleikni ehf. er lítið og látlaust fyrirtæki sem hefur þann tilgang að efla starfsleikni og lífsleikni fólks. Það er gert með fræðslu og stuðningi við hópa (t.d. námskeið og vinnustofur) og handleiðslu og stuðningi við einstaklinga (einkatímar).

IMG_6814.jpg
 
 
 

Steinunn Inga Stefánsdóttir 

Ég er eigandi og eini starfsmaður frá upphafi. Byrjaði með Starfsleikni í janúar 2003.

Menntuð í sálfræði í grunninn og með tvær framhaldsgráður. Annars vegar á sviði leiðtogafræða og vinnusálfræði (viðskiptasálfræði MSc) og hins vegar á sviði heilsusálfræði (streitufræði MSc) eða nánar:

 

2003
MSc í streitufræðum (Psychobiology of Stress) frá University of Surrey Roehampton, London, England

2001
MSc í viðskiptasálfræði (Business Psychologist) frá University of Westminster, London, England

1994
BA í sálfræði frá Háskóla Íslands