Steinunn Stefánsdóttir

BA Sálfræði
MSc Viðskiptasálfræði
MSc Streitufræði
Aðsetur

Sími

Netfang
 

 
 

Strandgata 11
220 Hafnarfjörður
697 83 97
starfsleikni@starfsleikni.is

 Forsíða  Starfshópar  Stjórnendur  Einkaráðgjöf

Starfsleikni ehf er ráðgjafar- og fræðslufyrirtæki sem hefur þann tilgang að efla stjórnendur, starfsfólk og árangur starfa.

Verkefni Starfsleikni felast meðal annars í því að veita stjórnendum og starfsfólki fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu sem tengist stjórnun og starfsleikni. Það er til dæmis gert með námskeiðum, þjálfun, fundum og hvatningar- eða fræðsluerindum fyrir stjórnendahópa og starfsmannahópa. Einnig er það gert með einstaklingsmiðaðri handleiðslu fyrir stjórnanda, starfsmann eða aðra sem vilja vaxa og ná sem bestum árangri.

Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og þjálfun sem byggir á hagnýtingu sálfræði er mikil. Störf og starfsumhverfi gera miklar kröfur til andlegs og félagslegs hæfis fólks. Flest sem gerist í fyrirtækjum og störfum tengist viðhorfum, hugsun, líðan, hegðun, viðbrögðum eða frumkvæði fólks. Þess vegna kemur fræðsla og handleiðsla Starfsleikni á sviði stjórnunar, starfs- og viðskiptasálfræði að gagni, hvort sem er til að greina og finna lausn á vanda, eða til þess að efla árangur og gera gott betra. Sjá nánari lýsingu undir flipunum „Starfshópar“, „Stjórnendur“ og „Einkaráðgjöf“ hér fyrir ofan.

Steinunn Inga Stefánsdóttir stofnaði Starfsleikni í ársbyrjun 2003. Hún er stúdent frá Verslunarskóla Íslands frá árinu 1987, útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1994, MSc í viðskiptasálfræði (business psychology) frá University of Westminster í London árið 2001 og MSc í streitufræðum (psychobiology of stress) frá University of Surrey, Roehampton árið 2003.

Starfsleikni ehf er lítið og látlaust fyrirtæki með litla yfirbyggingu. Einn starfsmaður sem jafnframt er eigandi, fylgir verkefnum eftir frá hugmynd og þarfagreiningu til lausna eða eftirfylgni. Áhersla er lögð á trúnað, sveigjanleika og vinnugleði.


 
 

© 2003-2012. Steinunn Stefánsdóttir.
Myndir: Siggi Eggertsson 2003.