Námskeið, vinnustofur og fyrirlestrar

Starfsleikni tekur að sér að halda NÁMSKEIÐ, VINNUSTOFUR, FYRIRLESTRA og UMRÆÐUFUNDI fyrir vinnustaði og fræðsluaðila.

Viðfangsefnin tengjast gjarnan samskiptum, liðsheild og samvinnu á vinnustað, streitu, vinnuvist og vellíðan í störfum, þjónustu við viðskiptavini, stjórnunaraðferðum, verkstjórn ofl.  Endilega hafið samband varðandi þarfir ykkar vinnustaðar og við skulum eiga samtal um hvort ég hef lausnina sem ykkur vantar í formi vinnustofu eða fræðslu.