Klúbbar og fræðslukvöld

KVÖLDKLÚBBAR OG FRÆÐSLUKVÖLD.  Áhugasamir einstaklingar, kúbbar eða félagar geta haft samband og hóað saman í allt að 8 manna hóp sem hittist í  vinnustofu Starfsleikni að kvöldi þar sem umræðuefni og fræðsla er háð samkomulagi um það sem er áhugi er á að kryfja, skoða eða styrkja. Viðfangsefni hafa til dæmis verið styrkur í samskiptum, sjálfsstyrking, að hrósa og taka hrósi, setja fram skoðun sína og taka gagnrýni, standa á rétti sínum, setja mörk og kunna að segja nei, hugleiðsla og slökun gegn streitu og álagi, sjálfsumhyggja, hamingja og vellíðan, hvatning til lífsstílsbreytingar, venjur tengdar mataræði eða hreyfingu ofl.

Endilega hafið samband með óskir eða til að fá hugmyndir og hver veit nema það komi eitthvað skemmtilegt og lærdómsríkt út úr því.