Einkatímar og handleiðsla

Í EINKATÍMUM og HANDLEIÐSLU styð ég þá sem til mín leita, ræði og fræði um, eða þjálfa það sem við á hverju sinni. Viðfangsefnin eru til dæmis tengd álagi í störfum, skipulagi, streitu, kulnun og kulnunareinkennum, stjórnunaraðferðum, leiðtogahlutverkinu, samskiptum, breytingum, ábyrgð í starfi, ákvarðanatöku, áföllum í starfsumhverfinu, lífsstíl, sjálfsstyrk og líðan.  

Tímar fara fram hjá Starfsleikni, við Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Einnig gegn um myndhringi (netspjall) ef það hentar betur, til dæmis fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eða eru erlendis.  Einkatími er almennt 50 mínútna langur og er bókaður jafn oft og hver og einn kýs og þörf er á. Fyllsta trúnaðar er að sjálfsögðu gætt.

Til mín leitar fólk á eigin vegum jafnt sem stjórnendur og starfsmenn á vegum fyrirtækja og vinnustaða, einyrkjar, sjálfstætt starfandi aðilar, frumkvöðlar, athafnafólk og aðrir sem sinna krefjandi hlutverkum. 

Algengt er að handleiðsla og einkatímar séu greiddir af fyrirtækjum og stofnunum sem hafa hagsmuni og vilja til að styrkja starfsmenn eða stjórnendur.  Það er samt ekki algilt og því er um að gera að kanna þátttöku stéttarfélags eða réttindi í sjóðum vegna kostnaðar.

Ég er ekki markþjálfi þótt ég vinni oft mjög svipað og markþjálfar sem vinna til dæmis með fólki við að finna, móta og nálgast markmið sín. Oft hefur fólk bestu ráðin sjálft, veit markmið sín og þekkir tólin og tækin sem virka best fyrir sig, en fær aðstoð mína við að virkja þau og hvatningu, handleiðslu og stuðning til að láta á þau reyna. Ég gef ráð eftir því sem menntun mín, reynsla og tilfinning leyfir og eftir því sem hverjum og einum hentar og hann kærir sig um.

Ég ekki sálfræðingur og tek ekki að mér meðferð eða vinnu vegna alvarlegra geðrænna sjúkdóma. Mín menntun er grunnnám í sálfræði (BS í sálfræði, frá Háskóla Íslands) og sérþekking er á sviði vinnusálfræði  (MSc í viðskiptasálfræði, frá University of Westminster, London) og á sviði heilsusálfræði (MSc í sál-líffræði streitu og álags, frá University of Surrey, Romehapton), auk 16 ára farsællrar starfsreynslu hjá Starfsleikni. Þótt ég sé ekki meðferðarsálfræðingur ræði ég að sjálfsögðu þau mál sem viðkomandi leita til mín með og upp koma í samtölum, veiti stuðning og bendi á lausnir og leiðir eftir því sem við á hverju sinni.